Til Eru Fræ Lyrics & Tabs by Benni Hemm Hemm

Til Eru Fræ

guitar chords lyrics

Benni Hemm Hemm

Album : Benni Hemm HemmPlayStop

Til eru fræ sem fengu þennan dóm
að falla í jörð en verða aldrei blóm
eins eru skip sem aldrei landi ná

og iðgræn lönd er sökkva í djúpin blá
Og von sem hefur vængi sína misst
og varir sem að aldrei geta kysst
og elskendur sem aldrei geta mæst
og aldrei geta sumir draumar ræst
Til eru ljóð sem lifna og deyja í senn
og lítil börn sem aldrei verða menn

Like us on Facebook.....
-> Loading Time :0.0056 sec